Tíu Einkatímar

kr.120.000

Einkatímar henta fyrir alla þá sem vilja tileinka sér góða raddbeitingu og kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar. Einkatímar henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna því tíminn er sniðinn að þörfum hvers og eins. Kenndir eru allir söngstílar, allt frá óperu til þungarokks. Tímarnir henta einnig þeim sem glíma við einhver raddvandamál eins og hæsi, raddþreytu, spennu osfrv. Söngvarar geta verið með fastan tíma í hverri viku eða ráðið því hversu langt líður á milli tímanna.

Það getur verið mjög mismunandi hvað söngvarar eru að vinna með í einkatímum, en það sem gæti verið unnið með eru t.d. eftirfarandi atriði:

 • Kynnast Complete Vocal Technique
 • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
 • Öndun og stuðningur
 • Að kynnast eigin rödd betur
 • Aukið öryggi
 • Túlkun
 • Míkrafónatækni
 • Raddspuni
 • Effektar
 • Lausnir við ýmsum raddvandamálum t.d. hæsi, raddþreyta eða spenna
 • Vinna með talröddina

Praktískar upplýsingar:

 • Lengd tíma: 45 mínútur
 • Lágmarksaldur: 13 ára
 • Verð: 120.000
 • Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða með korti eða Netgíró. Einnig er hægt að skipta gjaldinu með 3 greiðslum með kröfum í heimabanka. Hafið samband á vocalist@vocalist.is ef áhugi er á að nýta sér það.
 • Kennarar: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir
 • Styrkir: Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk.

Ath. Tímana þarf að nýta áður en önninni lýkur, eftir það renna þeir út. 

KENNSLA Á VORÖNN 2023 HEFST ÞANN 23. JANÚAR. 

 

 

Related Products