SUMARNÁMSKEIÐ 2024 – Söngur og sjálfstyrking fyrir 7-9 ára

Skemmtilegt og uppbyggjandi sumarnámskeið fyrir 7-9 ára þar sem markmiðið er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum röddina. Einnig er mikil áhersla lögð á að vinna með að auka sjálfstraustið hjá börnunum í gegnum æfingar, skapandi leiki og jóga.

Næstu námskeið: 

10. – 14. júní kl. 09:00-12:00

kr.29.900

Skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið fyrir 7-9 ára krakka þar sem markmiðið er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum söng og tjáningu. Einnig er mikil áhersla lögð á að auka sjálfstraustið hjá börnunum í gegnum æfingar, skapandi leiki og jóga. Hver og einn velur sér eitt lag til að vinna með á námskeiðnu og síðasti tíminn er síðan “opin æfing” þar sem aðstandendur eru velkomnir að koma og sjá afraksturinn. Einnig þjálfast börnin í að syngja saman í kór og tóneyrað þjálfað með því að æfa einfalda keðjusöngva.

Það sem söngvarinn lærir er meðal annars: 

  • Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
  • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
  • Túlkun, tjáning og framkoma
  • Textaskilningur
  • Syngja saman í kór
  • Að syngja í röddum
  • Verkfærakistu til að takast á við sviðsskrekk t.d. öndunaræfingar
  • Leiklistarspuna
  • Einfaldar jógaæfingar
  • Að syngja í míkrafón

Praktísk atriði: 

  • Hvenær:  10.-14. júní kl. 09:00 – 12:00
  • Hvar: Víkurhvarf 1, 203 Kópavogi
  • Lengd námskeiðs: 15 klukkustundir
  • Verð: 29.900
  • Kennarar: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og María Dalberg. Hér má sjá upplýsingar um þær: https://www.vocalist.is/starfsfolk
  • Hámarksfjöldi í hóp: 15
  • Aldurstakmark: 7-9 ára

Related Products