Söngur og sjálfstyrking fyrir 13-16 ára (8.-10. bekkur)

Þetta er skemmtilegt og uppbyggjandi 12 vikna námskeið fyrir 13-16 ára þar sem markmiðið er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum röddina. Unnið er í litlum hópum og er námskeiðið því orðið meira einstaklingsmiðað sem endar síðan með upptöku og tónleikum.

Næsta námskeið hefst 16. september 2024

 

kr.67.410

Þetta er skemmtilegt og uppbyggjandi 12 vikna námskeið fyrir 13-16 ára ungmenni þar sem markmiðið er að hver einstaklingur fái að blómstra og vaxa í gegnum röddina. Einungis eru að hámarki 4 saman í hóp þannig að námið er mjög einstaklingsmiðað. Hver og einn velur sér 2 lög til að vinna með á námskeiðinu og í lokin verða haldnir tónleikar þar sem aðstandendur eru velkomnir að koma og sjá afraksturinn. Einnig verður lögð áhersla á kórsöng og tóneyrað þjálfað með því að æfa einfalda keðjusöngva og tveggja radda útsetningar. Þau þjálfast líka í leiklistarspuna og ýmsum skapandi leikjum sem hjálpa þeim að brjótast útúr skelinni og umfram allt hafa gaman.

Það sem söngvarinn lærir er meðal annars: 

 • Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
 • Grunnatriði í Complete Vocal Technique
 • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
 • Túlkun, tjáning
 • Sviðsframkoma
 • Textaskilningur
 • Syngja saman í kór
 • Verkfærakistu til að takast á við sviðsskrekk
 • Að syngja í míkrafón

Praktísk atriði: 

 • Hvenær: Hópur 1: Fimmtudagar kl. 16:00-17:00
 • Hvar: Víkurhvarfi 1
 • Lengd námskeiðs: 12 vikur
 • Verð: 74.900 (10% snemmskráningar afsláttur gildir til 6.8.2024)
 • Staðfestingargjald: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en að námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst fást skólagjöld ekki endurgreidd.
 • Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða með korti eða Netgíró.
 • Frístundarstyrkir: Hægt er að nýta frístundarstyrki hjá öllum bæjarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Sendið póst á vocalist@vocalist.is ef nýta á hann. Skráning þarf þá að fara fram í gegnum Sportabler.
 • Kennari: Nánar auglýst síðar
 • Hámarksfjöldi í hóp: 4
 • Aldurstakmark: 13-16 ára

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 16. SEPTEMBER 2024

SKRÁNING ER HAFIN!

Related Products