Fullorðnir: 12 vikna grunnnámskeið í Complete Vocal Technique

Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja kynnast röddinni sinni betur og fá grunnþekkingu á tækninni Complete Vocal Technique (CVT). Námskeiðið er í 12 vikur og byggist að mestu upp á hóptímum einu sinni í viku, einum einkatíma og síðan verða haldnir tónleikar í lok námskeiðsins.

Næsta námskeið hefst 18. september 2023

 

kr.121.410

Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja kynnast röddinni sinni betur og fá grunnþekkingu á tækninni Complete Vocal Technique (CVT). Námskeiðið er í 12 vikur og byggist að mestu upp á hóptímum einu sinni í viku, einum einkatíma, upptöku á einu demo lagi í stúdíó (valkvætt og greitt aukalega) og síðan verða haldnir tónleikar í lok námskeiðsins.

Í fyrstu tveimur tímunum er farið ítarlega í alla helstu grunnþætti CVT með fyrirlestrum og æfingum og eftir það fer hver og einn að vinna tækni og túlkun í gegnum sín lög með kennara. Hópkennsla hefur gefið mjög góðan árangur því þá eru allir að læra af hinum í leiðinni og einnig þjálfa sig í að syngja fyrir framan aðra. Síðan myndast oft góð stemmning og samkennd í hópnum og fær einstaklingurinn mikla hvatningu frá hinum þátttakendunum.

Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna því söngvaranum er mætt þar sem hann er staddur í söngnum. CVT er mjög góð tækni sem hentar fyrir alla söngstíla, alveg frá óperusöng til þungarokks. Píanóleikari verður til staðar hluta námskeiðsins. Hámarksfjöldi í hóp er 9 og lágmarksaldur er 16 ára.

Það sem söngvarinn lærir er meðal annars: 

 • Góð undirstaða í Complete Vocal Technique (CVT)
 • Kynnast röddinni sinni betur og möguleikum hennar
 • Öndun og stuðning
 • Breiðara raddsvið og/eða raddstyrkur
 • Ráð við ýmsum raddvandamálum svo sem hæsi, þreytu, spennu osfrv.
 • Túlkun, tjáning og framkoma
 • Aukið sjálfsöryggi og hvernig við vinnum á sviðsskrekk
 • Að syngja í míkrafón
 • Leiðsögn í að taka upp lag í hljóðveri (valkvætt)
 • Framkoma á tónleikum

Praktísk atriði: 

 • Hvenær: Fimmtudagar kl. 18:00-20:00/21:00 (fer eftir þátttöku)
 • Hvar: Nánar auglýst síðar
 • Fullt verð: 134.900 (10% snemmaskráningar afsláttur gildir til 8.8.2023)
 • Staðfestingargjald: 20% af heildarverði og er óafturkræft. Ef afbókun berst áður en að námskeiðið hefst er mismunurinn endurgreiddur. Eftir að námskeið hefst fást skólagjöld ekki endurgreidd.
 • Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða með korti eða Netgíró. Einnig er hægt að skipta gjaldinu með 3 greiðslum með kröfum í heimabanka. Hafið samband á vocalist@vocalist.is ef áhugi er á að nýta sér það.
 • Kennarar: Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, Arna Rún Ómarsdóttir og Bjartmar Þórðarson
 • Styrkir: Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk
 • Hámarksfjöldi í hóp: 9 manns
 • Aldurstakmark: 16 ára og eldri
 • Upptaka í stúdíói: Greiðist aukalega og kostar 15.000 kr. miðað við 1 klst.

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 18. SEPTEMBER 2023 – SKRÁNING ER HAFIN

 

Related Products